SBS 2008‎ > ‎Verkefni‎ > ‎

Verkefni 1

posted Oct 21, 2010, 9:07 AM by Sigurður Haraldsson
Búið til notandann Björn Björnsson. Hann á að vera standard notandi.
 - Hann á ekki að geta vistað meira en 1 GB af gögnum á svæðinu sínu
   en hann á að hafa 3 GB gagnamagn fyrir póstinn sinn.
 - Hann á ekki að þurfa að hugsa um að vista gögnin sín miðlægt.
- Samt á að taka afrit af þeim.
 
Búið til User Role eftir stillingum Björns. Það á að heita Standard User - Söluteymi
 
Búið til pósthóp sem heitir Söluteymi. Bætið Birni og Gunnari í þann hóp.
 - Hvað er netfang hópsins?
 - Er hægt að vista póstinn sem berst honum á Sharepoint?
 
Búið til notandann Gunnar Gunnarsson. Hann á að fá sömu stillingar og Björn.
Búið til notandann Hans Hansson. Hann á að vera Standard User.
 
Loggið ykkur inn sem Hans. Vistið gögn á desktoppinn og í Documents. Loggið ykkur út.
 - Finnið gögnin á servernum.
 - Hvar eru þau?
 
Loggið ykkur inn sem Gunnar. Vistið gögn á desktoppinn og í Documents. Loggið ykkur út.
 - Finnið gögnin á servernum.
 - Hvar eru þau?
 
Hvað gerist ef notendaprófílnum hans Hans er eytt?
 
Prófið það.
Hvað gerist?
 
Hvaða User Role á Björn að vera með?
 
Hvað verður um gögnin hans Gunnars ef honum er breytt í standard notanda?
 
Hvað verður um gögnin hans Björns ef stillingarnar eru teknar af honum?
 
 
 
Comments